Description
750ml – 13%
BRAGÐ – Meðalfyllt
SÆTLEIKI – Þurrt
LAND – Argentína
HÉRAÐ – Mendoza
Trivento er eitt af vínhúsunum í eigu Concha y Toro-fjölskyldunnar frá Chile en það var stofnað árið 1997 í þeim tilgangi að nýta hina stórkostlegu aðstæður til víngerðar sem er að finna í Argentínu “hinum megin” við Andesfjöllin. Vínin frá Trivento hafa reynst einstaklega traust og hlutfall verðs og gæða með því besta sem maður rekst á.
Malbec-þrúgan er síðan auðvitað sú þrúga sem mesta athygli hefur vakið frá Argentínu þótt hún komi upprunalega frá suðvesturhluta Frakklands. Í dag eru argentínsku Malbec-vínin hins begar bæði mun þekktari og vinsælli en hin frönsku.
Það hefur meðaldjúpan, fjólurauðan lit og meðalopna angan þar sem finna má rauð sultuð ber, brómber, krækiber, lakkrís (og jafnvel salmíak-lakkrís sem minnir á Fisherman’s Friend), málm og kryddjurtir. Það er svo þurrt, með góða sýru, fíngerð tannín og keim af krækiberjum, brómberjum, lakkrís, rauðum og sultuðum berjum, málmi og kryddjurtum. Vel gert í prýðilegu jafnvægi og algerlega ósnobbað í einfaldleika sínum. Hafið með alskonar kjötkenndum hversdagsmat.