Skilmálar
Upplýsingar um uppfærslu
Þessir skilmálar voru síðast uppfærðir þann 11.5.2024. Olfong Spirits ,SIA áskilur sér rétt til að uppfæra og breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Allar breytingar á þessum skilmálum verða birtar á vefsíðu okkar og taka þær gildi strax. Við mælum með því að lesa vel og reglulega yfir þessa skilmála til að kynna mögulegar uppfærslur eða breytingar.
1. Gildissvið
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Olfong Spirits ,SIA til viðskiptavina.
2. Aldurstakmark
Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 20 ára aldri til þess að geta keypt vörur á olfong.is. Við stofnun aðgangs á olfong.is þurfa viðskiptavinir að auðkenna aldur sinn. Síðan þarf viðskiptavinur að auðkenna aldur á 30 daga fresti. Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á því að aðgangsauðkenni komist ekki í hendur einstaklinga sem hafa ekki náð 20 ára aldri.
3. Afhending
Allar vörur sem Olfong Spirits ,SIA býður til sölu í vefverslun sinni eru á lager á Íslandi og eru afgreiddar úr vöruhúsinu samdægurs eða síðasta lagi næsta virka dag. Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram. Ef vara reynist ekki til þegar hún er pöntuð vegna rangrar skráningar í birgðahaldi þá munum við hafa samband við viðskiptavininn og bjóða aðra vöru í staðinn eða endurgreiðslu.
4. Skilaréttur
Hægt er að skila allri vöru nema matvöru (matur, bjór og vín) innan 14 daga frá því viðskiptin fara fram. Vegna eðlis bjórs, víns og annarar matvöru sem Olfong Spirits ,SIA selur er ekki hægt að skila vörum af þessu tagi gegn nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um er að ræða kaup á miklu magni fyrir veislur og þess háttar.
5. Verð og verðbreytingar
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti, ýmist 11% eða 24%.
6. Persónuvernd
Olfong Spirits ,SIA fer með allar upplýsingar um viðskiptavini sem trúnaðarmál. Olfong Spirits ,SIA geymir ekki upplýsingar um greiðslukort þar sem viðskiptin fara fram á vefsvæði Teya.
7. Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum.
8. Varnarþing
Rísi ágreiningur vegna þessara skilmála skal hann rekinn fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
9. Upplýsingar
Olfong Spirits ,SIA
Brīvības gatve 367 – 34
LV-1024
Rīga - Latvia
Email: olfong@olfong.is
Íslensk kennitala: 6907239950
Re.Code 40203575729
Opnunartími
Opið er alla daga milli kl 15:00 - 23:59. Ef pantað er fyrir utan opnunartíma, þá er vara afhent/eða keyrð út kl 15:00 (mögulega fyrr en þá verða starfsmenn í samskiptum um það við viðskiptavini).